Skilaboðaskjóðan millilanda
Hæ kæru systkin!
Við erum hætt að tala saman. Við tölum kannski sitt í hvoru lagi en það vantar bara alla heild í þetta hjá okkur. Kannski er það af því að við erum í sitthvoru landinu.
En nú hefur tölvunjörðurinn Kitti búið til vettvang fyrir okkur öll (sjá mynd).
Ég mun segja frá því sem drífur á dagana í íslenskum hversdagsleika. Óli mun fjalla um danska daga og Auður um þýska. Ingunn er reynsluboltinn okkar enda þrælvanur bloggari. Hún mun bera þetta uppi.
1 Comments:
Hæ, en flott framtak, ég verð bara að stúdera þetta, vona að ég sé að skrifa á réttum stað, mun styðja þetta framtak Kristján og er mjög glöð!!!
Skrifa ummæli
<< Home