þriðjudagur, maí 30, 2006

Ég var að búa til southpark-karaktera byggða á ýmsum fjölskyldumeðlimum....nú er bara að fatta hver er hvað...






10 Comments:

Blogger Olla Swanz said...

vá hvað þetta er flott!!! ég held að ég sé búin að fatta þessa fjóru efstu og geri ráð fyrir að neðsta sé auður... passar það?

ps: ertu búin að sjá leynimyndina af ykkur gumma á blogginu mínu?

13:15  
Blogger gunnatöng said...

Neðsta myndin átti reyndar að vera ég...hahahha svona erum við systurnar líkar

13:46  
Blogger gunnatöng said...

já ég er búin að sjá myndina...hún er rosaflott.
Svo verð ég bara að klára familíuna.

13:51  
Blogger Auður said...

Vá en flott! Að sjálfsögðu er ég í svartri rúllukragapeysu.... kannski er virka ég aðeins of gömul með þessa hárgreiðslu.........en drengirnir eru allir snilld!!!

18:08  
Blogger Kristjan said...

Þetta er mjög flott og ég ætla að gefa umsagnir um tvær bestu og þá verstu.

Besta myndin er af honum Óla. Einstaklega skemmtileg skopstæling af honum sem hittir í mark. Sama hárgreiðslan og skegghíungurinn í áttina. Aðrir fylgihlutir passa vel við heildarmyndina. Takið eftir fánalitunum í skyrtunni og Tuborg lituðu flöskunni.

Næstbesta myndin er af Gumma. Hér nær Ingunn að skila skeggi, augn- og munnsvip af einskærri næmni og ástríðu. Búkurinn mætti vera aðeins lengri.

Versta myndin er Ingunni sjálfri. En það er ljóst af þessum myndum að sjálfsmyndir eru ekki hennar te.

18:18  
Blogger gunnatöng said...

Auður: já ég verð að viðurkenna það að ég var ekki 100% sátt við myndina af þér.
Mér finnst hárgreiðslan ekki alveg henta þér, hins vegar má segja það mér til varnar að stelpuhárgreiðslurnar eru ekki jafn góðar og strákahárgreiðslurnar í þessu forriti.
Taktu hins vegar eftir grænu augunum og brúnum fallegum húðlit sem aðeins þeir sem búa á meginlandinu skarta.

Kitti. Ég verð að vera þér ósammála í valinu á verstu myndinni. Sérðu ekki baugana og rauðu buxurnar? Það hins vegar á vitorði margra að erfiðast af öllu er að lýsa sjálfum sér.

Olla,Ástríður,Flo, mamma og pabbi...bíðið spennt eftir myndunum ykkar. Smákrakkarnir eru búin að fá sýnar 15 mínútur

00:34  
Blogger Auður said...

Eg fattaði þig alveg um leið, og verð að bæta hér við að smáatriðin eru einstaklega góð hjá hverjum og einum, mér finnst Kitti líka mjög góður..... en er Gummi þá í alvörunni svona fölur........

06:31  
Blogger Auður said...

fyndið líka aðGummi er sá eini sem virkar nokkuð afslappaður, og restin eru taugaveikluðu systkinin.......hahaha (sbr. augun)

06:34  
Blogger Auður said...

og þó kitti er líka nokkuð afslappaður

06:41  
Anonymous Nafnlaus said...

svei mér flott! já rokkogról, núna þarft þú að gera framtíðar mynd af mér sem arkitekt og gá hvort það passi, hehe. en er ég slefandi eða hvað?

09:18  

Skrifa ummæli

<< Home