mánudagur, júlí 10, 2006

Fyrsta ferðalagið






Okkur var boðið í sumarbústað um helgina. Það var alveg yndislegt á frábærum stað við Simsee (sem er vatn) og með þessu líka fallega útsýni. Það var ekki of heitt og þess vegna gátum við verið úti allan laugardaginn og Ari svaf einstaklega vel um nóttina. Flo synnti í vatninu en ég á eitthvað erfitt með þessi vötn, finnst þau of köld.......svona er að vera íslendingur og vera bara vön heitu pottunum með 40 gráðum.... en fór út á árabát í staðinn. Annars sátum við bara á veröndinni mest allan tímann og létum fara vel um okkur. Annað sem gerðist merkilegt er að Ari fór í fyrsta sinn í venjulegan fólksbíl.........

2 Comments:

Blogger Kristjan said...

Mikið er þetta fallegur staður sem þið voruð á. Eitthvað fiskerí?

12:06  
Blogger Auður said...

Það er silungur í vatninu, en við veiddum ekki neitt

15:00  

Skrifa ummæli

<< Home