laugardagur, september 16, 2006

afmælisdagurinn hennar mömmu


Nú sit ég hér og blogga fyrir hana mömmu. Hún er í rúminu á afmælisdaginn vegna þess að hún er veik. Ég og Gummi erum í heimsókn í góða veðrinu. Við pabbi og Gummi færðum mömmu afmælisgjöf og ég bakaði handa henni franska súkkulaðiköku, sem hún getur hlakkað til að borða bráðum þegar henni batnar.

Við fórum út í garð í dag til þess að taka mynd af stokkrósinni sem Óli gaf mömmu í afmælisgjöf fyrir tveimur árum síðan. Þá var hún bara lítið fræ í poka. Núna er hún tveir og þrjátíu og t.d. 40 sentimetrum stærri en Gummi litli.

Hér eru nokkrar mismunandi uppstillingar með fallegu afmælisplöntunni:



2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er ótrúlega gaman að sjá blómið, við erum mjög stolt. Glæsilegt!!! og til hammó með ammó Hjördís.

olla og óli

12:33  
Blogger Auður said...

Þetta er nú falleg saga og gott að einhver skyldi gera mömmu ömmu svona gott á afmælisdaginn! Til hamingju með afmælið mamma mín og vonandi er þér batnað núna, Auður í októberfest stressi

12:23  

Skrifa ummæli

<< Home