nokkrar myndir eða myndasería
Jæja ég hef nú ekki verið duglegur í blogginu. En nú er ég að læra undir próf fyrir morgundaginn og þá er alveg tilvalið að eyða tímanum í vitleysu. Ég var í prófi áðan og það gekk sæmilega. Ég er mjög þreyttur og ósofinn en það er gaman að fylgjast með barninu. Við Ástríður getum setið tímunum saman og horft á það.
Og ef vel er að gáð þá getur maður séð ykkur systkini sín í lillu. Ólasvipurinn er þarna og Auður og Ingunn - eða hvað?
Þetta er svo gaman en líka frekar erfitt.
Heyrumst. . .