miðvikudagur, febrúar 22, 2006

nokkrar myndir eða myndasería










Jæja ég hef nú ekki verið duglegur í blogginu. En nú er ég að læra undir próf fyrir morgundaginn og þá er alveg tilvalið að eyða tímanum í vitleysu. Ég var í prófi áðan og það gekk sæmilega. Ég er mjög þreyttur og ósofinn en það er gaman að fylgjast með barninu. Við Ástríður getum setið tímunum saman og horft á það.
Og ef vel er að gáð þá getur maður séð ykkur systkini sín í lillu. Ólasvipurinn er þarna og Auður og Ingunn - eða hvað?
Þetta er svo gaman en líka frekar erfitt.
Heyrumst. . .

8 Comments:

Blogger Auður said...

ótrúlega sæt!!
og svo lík okkur!!!+
mér finnst fyrsta myndin alveg eins og óli bró!!

09:22  
Blogger Auður said...

og svo kann hún að brosa! híhí!

09:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ !
Æðislegt fyrir ömmu að sjá nýjar myndir. ég hef bara rétt kíkt á litlu á laugardaginn, og svo lagðist ég í flensu og hef ekkert getað skoðað hana
stolta amman

15:15  
Anonymous Nafnlaus said...

jiii hvað það er sætt að sjá svona lítið barn geyspa.
Ég vona að ég megi kíkja bráðum aftur í heimsókn til ykkar...

ingunn

18:37  
Blogger Auður said...

fleiri myndir ég vil fleiri myndir!!!

13:42  
Blogger Kristjan said...

fleiri myndir - ég var nú að reyna að senda þér en hotmailið þitt tekur bara ekki á móti neinu. Þú verður að fá þér alvöru mail adressu - td. gmail.com eins og óli er með (engar takmarkanir!).

- svo er spurning hvort ég setji upp svona myndagalleríviðmót áður en litli frændi kemur í heiminn :)

19:20  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst hún alveg eins og kitti, allavega á myndunum sem óli sendi mér...

hvenær má svo kíkja á telpuna; hvað má líða lengi frá fæðingu þangað til maður má kíkja inn í tíma og ótíma í óvænta heimsókn?

olla

20:28  
Blogger Kristjan said...

vertu velkomin í heimsókn olla

þá geturðu pikkað upp gambrann frá áramótum og 8mm filmurnar ;)

sjáumst

23:13  

Skrifa ummæli

<< Home