fimmtudagur, janúar 12, 2006

gamli kallinn bloggar!

jæja ! Skólinn kominn á fullt. Og ég í óðaönnum að safna efni fyrir prógrammið.
En verkefnið er kikjugarður á þessari eyju hérna. hún heitir ekkert og er á miðju sjálandi. og ég ætla að fara og skoða hana og taka myndir. hlakka mikið til að sjá hana og umhverfið. get varla beðið. fer vel vopnaður samlokum og myndavél og svo þarf ég að hafa í huga nafn á eyjuna. Fyrst að engum hefur dottið í hug að gefa henni nafn, þá verð ég víst að gera það. ég skal segja ykkur alla ferðasöguna þegar ég kem til baka. hafiðiðagott.
ps myndin vill ekki koma með
eitthvað rugl í gangi búinn að prófa allt. redda því við tækifæri

1 Comments:

Blogger gunnatöng said...

já þetta er skrýtiði með myndirnar. ég gat ekki heldur sett inn mynd með blogginu.

hvernig ferðu á eyjuna? er siglt þangað eða verður þú að synda?

hvernig hljómar nafnið Ingunnareyja? reyndar virkar það dáldið illa á dönsku, næstum eins og pingú sem er mörgæs er það ekki?

14:46  

Skrifa ummæli

<< Home