fimmtudagur, janúar 12, 2006

ÞAÐ VERÐUR EINHVER

Gleðilegt ár nær og fjær.

Jólin voru sérstaklega góð og vil ég þakka auðsýndan góðhug og gjafir. Sérstaklega vil ég þakka í engri sérstakri röð fallegan bananaóróa, ótrúleg kerti í líki kertastjaka og einstaklega handhæga uppþvottavél.

Þið vitið hver þið eruð.

Hérna í húsinu okkar hefur allt verið í hers höndum upp á síðkastið, svona rétt eftir fríið. Gummi er enn að skrifa ritgerð og ég hef verið með bólgur í höndum og fótum líklega vegna óhóflegs sælgætisáts yfir og eftir jólin. Ég er búin að fara í blóðprufu og þar verður athugað hvort ég sé með ofnæmi fyrir makkintosji, nóa konfekti eða tobbleróní. Af þessu vona ég að það verði nóa konfektið.

Á laugardaginn fóru mamma pabbi gummi og ég á stoppið virkjunina-niður með álver tónleikana. Þar sló pabbi eigið met í kyrrstöðu á konsert, sett í nóvember á síðasta ári á white stripes. Núna stóð hann í fimm tíma samfleytt og gaf sig ekki, þó að honum yngri hefðu sest niður á gólf, eða vappað á milli atriða.

Sérstaklega var gaman að heimska blaðamanninum á Fréttablaðinu sem skrifaði undir stóru myndina á forsíðunni að: þakið hafi ætlað að rifna af laugardalshöllinni þegar nick cave mætti á sviðið. Það reyndist svo bara hafa gerst í hausnum á blaðamanninum. Mér fannst samt fyndið þegar vinkona mín sem fór snemma heim af tónleikunum hringdi í mig og spurði hvort ég hefði séð nick cave. Hún hélt að hún hefði misst af honum. Kannski ætlaði blaðamaðurinn bara að kenna þeim letingjum lexíu sem fara snemma heim af tónleikum.

En....Mér heyrðist Óli eitthvað heita því á gamlárs að blogga meira á nýju ári og Auður hefur örugglega lofað því líka og ég gerði það og Kitti verður enn duglegri. Svo að ég tali nú ekki um ófædd börn sem munu líklega koma sterk inn á árinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home