miðvikudagur, febrúar 22, 2006

nokkrar myndir eða myndasería










Jæja ég hef nú ekki verið duglegur í blogginu. En nú er ég að læra undir próf fyrir morgundaginn og þá er alveg tilvalið að eyða tímanum í vitleysu. Ég var í prófi áðan og það gekk sæmilega. Ég er mjög þreyttur og ósofinn en það er gaman að fylgjast með barninu. Við Ástríður getum setið tímunum saman og horft á það.
Og ef vel er að gáð þá getur maður séð ykkur systkini sín í lillu. Ólasvipurinn er þarna og Auður og Ingunn - eða hvað?
Þetta er svo gaman en líka frekar erfitt.
Heyrumst. . .

föstudagur, febrúar 17, 2006

Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð:

http://kvikmynd.is/myndband.asp?id=1993

hvað er málið með hyperlinkið...tómt rugl á blogger

föstudagur, febrúar 10, 2006

Nafnanöfn

Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli.Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.Hún var orðin alltof sein í afmælið.

föstudagur, febrúar 03, 2006

ja seint er betra en aldrei


hér kemur ein færsla beint frá stríðshrjáðri danmörku. Undirbúningur fyrir lokaverkefni er í hámarki. ætla samt að vera rólegur um helgina. Olla kom í heimsókn og við ætlum að hafa það náðugt. Ég er að setja upp myspace síðu svona smá föndur. og heitir hún bobmusic ..
http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=52965064
bara að prófa.
það verður sett inn eitthvað svona inn á milli.

til hamingju ausa mín og til hamingju ingunn mín og til hamingju kitti minn.

við heyrumst snart

ojo

Nyjar frettir



Ég er nýbúin að eignast stafræna myndavél. Hún heitir casio exilim (EX-Z500). Rosaflott.



Gummi er búinn að skila ritgerðinni sinni.



Ástríður og Kitti eru að fara að eignast lítinn krakka. Ha vissuð þið það?