sunnudagur, febrúar 18, 2007

Hilda kom i heimsokn!





Hilda frænka kom í heimsókn og það var mjög skemmtilegt. Ég hins vegar gleymdi að taka myndir af viðburðinum en er svo ófyrirleitin að stela nokkrum myndum frá Hildu sjálfri! Vona að það sé í lagi... Hilda kom með fullt af pökkum til Ara! Takk elskurnar mínar, rosaflottar gjafir og mikið gaman!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegar myndir af ykkur. Hlakka mikið til að koma í heimsókn til ykkar.
Kær kveðja amma

21:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er Ari orðinn stór. Er hann eitthvað farinn að labba?

20:36  
Blogger Auður said...

Hann er farinn að labba meðfram öllu, og standa upp allsstaðar, en styður sig alltaf ennþá... en hann er búinn að gera það lengi og er orðinn mjög klár og dettur sjaldan núna....... Kannski meira sálrænt, þetta að styðja sig við....

08:24  
Anonymous Nafnlaus said...

verði ara snillingi að góðu ;) vona að peysan sé ekki of snolluð, væri nú alveg til í að fá mynd af honum í henni hérna inn :D

18:31  

Skrifa ummæli

<< Home