mánudagur, nóvember 21, 2005

Núna er ég mætt á svæðið og byrjuð að demba úr reynslukerinu. Einnusinni tókst mér meiraðsegja að mastera html kóðana og setti inn teljara og kommentakerfi...en kommentakerfið er komið og ég held að við þurfum ekkert teljara.

Ég sit hérna heima hjá mér á Snorrabraut og ég það er alveg magnaður hávaði akkúrat núna. það eru framkvæmdir allt í kring. Það eru hérna menn fyrir utan svefnherbergis og eldhúsgluggana allan sólarhringinn að byggja bílastæðahús. Núna eru þeir að nota loftpressu. Svo ákvað sá sem býr við hliðina að nota tækifærið og bora aðeins í vegginn. Þetta er algjört grín.

Tónleikarnir í gær voru rosalega flottir. Reyndar kom það í ljós þegar við, Kitti, Pabbi og Gummi komum á svæðið að Kitti var með stúkumiða. Allir hinir þurftu að láta sér lynda að standa á gólfinu, meiraðsegja gamli maðurinn.

En ég er ánægð með þetta systkinablogg. Megi það lengi lifa

3 Comments:

Blogger Kristjan said...

Er ég þessi sitjandi þá eða. . ? (á myndinni)

Rokkhundurinn Jón vildi með engu móti sitja í stúkunni.

Óli bolirnir voru uppseldir. Þú verður bara að koma með einn að utan (ég skal vera með þér í því).

15:47  
Blogger Auður said...

Þetta er nú algjör snilld þessi mynd!! og ég er þessi feita í lilla.....

07:33  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahaha gaman gaman

20:34  

Skrifa ummæli

<< Home