Hilda frænka kom í heimsókn og það var mjög skemmtilegt. Ég hins vegar gleymdi að taka myndir af viðburðinum en er svo ófyrirleitin að stela nokkrum myndum frá Hildu sjálfri! Vona að það sé í lagi... Hilda kom með fullt af pökkum til Ara! Takk elskurnar mínar, rosaflottar gjafir og mikið gaman!
Jæja langt síðan ég setti eitthvað hér inn. Ég kem engu í verk af því að ég er svo upptekinn. Ætlaði fyrir löngu að óska ykkur öllum til hamingju með heimsmeistaratitilinn. Svona er þetta-
svo koma myndir af Brynhildi fljótlega inn á netið - en hún fer bráðum að komast á afmælisaldur. Kveðja KJ