jæja! vikan byrjuð
þetta er nú meira lífið. loka törnin í skólanum að byrja. næst síðustu lokaskil. gott gott. Ekki láta mánudaginn eyðileggja vikuna. það er ágætis málsháttur. ég er annars búinn að stofna stjórnmálaflokk. hann heitir Sataníski Jafnaðarmannaflokkurinn.
Svona til höfuðs Kristilegum demókrötum og restinni. Enginn dobbúl mórall þar á ferð. bara flokkur sem vill öllum íllt og er ekkert að laumupúkast með það, eða þykjast vilja vel og fremja svo hvert illvirkið á fætur öðru. En annars bara góðan mánudag.
p.s. Flottur bíll, kitti minn. núna áttu örugglega einhvern afgang til að pimpa aðeins bílinn, eld á hliðar, hækka á aftan, low profile og örn á húddið.
3 Comments:
Ég verð að bíða með pimpið - en þú mátt hjálpa mér í að pimpa aðeins upp á hátalarana í bílnum um jólin.
2 vita ömurlegir hátalarar í framhurðum. En græjurnar eru allt í lagi. Við erum að tala um geisla eins og í mitzúinum ykkar Ollu. Ekkert segulband þó!
-og fyrst ég er byrjaður.
Það er vita vonlaust að ná í þig í síma óli. Alltaf slökkt á gsm anum
ertu ekki med heimasíma Óli? Dáldid dýrt fyrir thig ad taka vid ísl. símtölum í gegnum gemsann!!
Skrifa ummæli
<< Home