þriðjudagur, janúar 24, 2006

Halló

Vildi bara láta ykkur vita að ég er á lífi en er að farast úr stressi og ekki í góðu skapi vegna lokaverkefnissins........ ástand sem þið kannski kannist við..... en annars er allt í góðu nema að bollan þvælist aðeins fyrir í þessu verkefni, en ekki langt eftir ein vika og svo er þessi blessaði skóli búinn og mikið verður nú gaman þá!! Kveðja Auður

sunnudagur, janúar 22, 2006

Ég vil benda á nýtt heimasímanúmer á snorrabraut. Það er 5173840. Fyrir þau sem hringja að utan er það: 0354-5173840

sunnudagur, janúar 15, 2006

Sjáið þennan viðkvæma kettling. Hann fæddist 28. desember 2005. Hann er kallaður Cy sem er stytting á Cyclopes.



Svo dó hann daginn eftir enda var hann bara með eitt auga og eina nös.

Þetta er annar sækópli en ekki jafn sætur



Það hefur víst verið búið til fullt af fanart fyrir þennan litla sæta kettling. T.d þetta hér

laugardagur, janúar 14, 2006

síðuverkur??


Nú hefur borist mér til eyrna að erfitt sé að setja inn myndir á þetta blogg. Þetta er prufu blogg til þess gert að athuga myndasendingarfídus.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

gamli kallinn bloggar!

jæja ! Skólinn kominn á fullt. Og ég í óðaönnum að safna efni fyrir prógrammið.
En verkefnið er kikjugarður á þessari eyju hérna. hún heitir ekkert og er á miðju sjálandi. og ég ætla að fara og skoða hana og taka myndir. hlakka mikið til að sjá hana og umhverfið. get varla beðið. fer vel vopnaður samlokum og myndavél og svo þarf ég að hafa í huga nafn á eyjuna. Fyrst að engum hefur dottið í hug að gefa henni nafn, þá verð ég víst að gera það. ég skal segja ykkur alla ferðasöguna þegar ég kem til baka. hafiðiðagott.
ps myndin vill ekki koma með
eitthvað rugl í gangi búinn að prófa allt. redda því við tækifæri

ÞAÐ VERÐUR EINHVER

Gleðilegt ár nær og fjær.

Jólin voru sérstaklega góð og vil ég þakka auðsýndan góðhug og gjafir. Sérstaklega vil ég þakka í engri sérstakri röð fallegan bananaóróa, ótrúleg kerti í líki kertastjaka og einstaklega handhæga uppþvottavél.

Þið vitið hver þið eruð.

Hérna í húsinu okkar hefur allt verið í hers höndum upp á síðkastið, svona rétt eftir fríið. Gummi er enn að skrifa ritgerð og ég hef verið með bólgur í höndum og fótum líklega vegna óhóflegs sælgætisáts yfir og eftir jólin. Ég er búin að fara í blóðprufu og þar verður athugað hvort ég sé með ofnæmi fyrir makkintosji, nóa konfekti eða tobbleróní. Af þessu vona ég að það verði nóa konfektið.

Á laugardaginn fóru mamma pabbi gummi og ég á stoppið virkjunina-niður með álver tónleikana. Þar sló pabbi eigið met í kyrrstöðu á konsert, sett í nóvember á síðasta ári á white stripes. Núna stóð hann í fimm tíma samfleytt og gaf sig ekki, þó að honum yngri hefðu sest niður á gólf, eða vappað á milli atriða.

Sérstaklega var gaman að heimska blaðamanninum á Fréttablaðinu sem skrifaði undir stóru myndina á forsíðunni að: þakið hafi ætlað að rifna af laugardalshöllinni þegar nick cave mætti á sviðið. Það reyndist svo bara hafa gerst í hausnum á blaðamanninum. Mér fannst samt fyndið þegar vinkona mín sem fór snemma heim af tónleikunum hringdi í mig og spurði hvort ég hefði séð nick cave. Hún hélt að hún hefði misst af honum. Kannski ætlaði blaðamaðurinn bara að kenna þeim letingjum lexíu sem fara snemma heim af tónleikum.

En....Mér heyrðist Óli eitthvað heita því á gamlárs að blogga meira á nýju ári og Auður hefur örugglega lofað því líka og ég gerði það og Kitti verður enn duglegri. Svo að ég tali nú ekki um ófædd börn sem munu líklega koma sterk inn á árinu.