miðvikudagur, nóvember 30, 2005
brons brúslí
26. og 27. nóvember risu tvær styttur úr kopar í fullri stærð til heiðurs Bruce Lee.
26. nóvember var afhjúpuð stytta í Mostar í Bosníu.
27. nóvember var afhjúpuð stytta í Hong Kong í tilefni 65 ára afmælis myndarinnar Enter the Dragon.
Þetta minnir svolítið á Micheal Jackson styttuna sem hann lét sjálfur gera og sést í einu myndbandi (stærri en frelsisstyttan).
Svo hugsa ég líka með söknuði til Odos hamskipti í fjarlægu stjörnustöðinni númer 9.
Væri ekki tilvalið að reisa koparhlunk á lækjatorgi í nafni Odo við tækifæri
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
jæja! vikan byrjuð
þetta er nú meira lífið. loka törnin í skólanum að byrja. næst síðustu lokaskil. gott gott. Ekki láta mánudaginn eyðileggja vikuna. það er ágætis málsháttur. ég er annars búinn að stofna stjórnmálaflokk. hann heitir Sataníski Jafnaðarmannaflokkurinn.
Svona til höfuðs Kristilegum demókrötum og restinni. Enginn dobbúl mórall þar á ferð. bara flokkur sem vill öllum íllt og er ekkert að laumupúkast með það, eða þykjast vilja vel og fremja svo hvert illvirkið á fætur öðru. En annars bara góðan mánudag.
p.s. Flottur bíll, kitti minn. núna áttu örugglega einhvern afgang til að pimpa aðeins bílinn, eld á hliðar, hækka á aftan, low profile og örn á húddið.
föstudagur, nóvember 25, 2005
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
vá........
ég er alveg úti að aka hérna, en er að fatta þetta, hey, það er líka hægt að setja inn myndir!! verð að prófa það...........
þetta er gaman...... annars er ég lasin, var með gubbupest í gær, en er hressari í dag...en á að vera heima hjá mér samt og drekka vökva...... og borða snakk og horfa á sjónvarpið og svo er stefnan að klára Harry Potter bókina sem ég er að lesa.
En frekar myglað samt.Bæ!
held ég sé að fara að fatta þetta
skrifaði kommentið á vitlausan stað sé ég og kannski virkar þetta núna
mánudagur, nóvember 21, 2005
Núna er ég mætt á svæðið og byrjuð að demba úr reynslukerinu. Einnusinni tókst mér meiraðsegja að mastera html kóðana og setti inn teljara og kommentakerfi...en kommentakerfið er komið og ég held að við þurfum ekkert teljara.
Ég sit hérna heima hjá mér á Snorrabraut og ég það er alveg magnaður hávaði akkúrat núna. það eru framkvæmdir allt í kring. Það eru hérna menn fyrir utan svefnherbergis og eldhúsgluggana allan sólarhringinn að byggja bílastæðahús. Núna eru þeir að nota loftpressu. Svo ákvað sá sem býr við hliðina að nota tækifærið og bora aðeins í vegginn. Þetta er algjört grín.
Tónleikarnir í gær voru rosalega flottir. Reyndar kom það í ljós þegar við, Kitti, Pabbi og Gummi komum á svæðið að Kitti var með stúkumiða. Allir hinir þurftu að láta sér lynda að standa á gólfinu, meiraðsegja gamli maðurinn.
En ég er ánægð með þetta systkinablogg. Megi það lengi lifa
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Siðasti stormeistarinn er farinn!
Hann var enginn venjulegur tónlistarmaður. það er að miklu leiti honum að þakka að það sé hægt að hlusta á tónlist í dag.
gamlir hundar eins og bob dylan telja hann meðal sinna áhrifavalda. Dó í Köben þar sem hann hefur búið síðustu 25-30 árin, 76 ára gamall. síðast fór hann á túr í bandaríkjunum í fyrra, 75 ára gamall. blessuð sé minning hans.
++++++++++++++++
++++++++++++++++
++++++++++++++++
White Stripes
Þá styttist í tónleikana sem 50% familíu ætla að fjölmenna á.
Klikkið á þessa fögru mynd til þess að sjá eitt af mörgum fallegum myndböndum sveitarinnar eftir Gondry.
Fleiri myndbönd hér
Hvar væri þetta band án myndbanda?
laugardagur, nóvember 19, 2005
HELL YEAH!
mættur. bréfið að þessu sinni verður ekki langt. er í smá stressi núna en það heldur manni gangandi svo sem þannig að ég kvarta ekki. En þetta er snilld Kitti minn. Ég skal vera dullegur að blogga. ég man núna að ég hafði einhvertíman startað bloggi og setti inn eina færslu. Man ekki einusinni slóðina. en ég skal grafa það upp. +++++++++++
++++++++++
föstudagur, nóvember 18, 2005
Skilaboðaskjóðan millilanda
Hæ kæru systkin!
Við erum hætt að tala saman. Við tölum kannski sitt í hvoru lagi en það vantar bara alla heild í þetta hjá okkur. Kannski er það af því að við erum í sitthvoru landinu.
En nú hefur tölvunjörðurinn Kitti búið til vettvang fyrir okkur öll (sjá mynd).
Ég mun segja frá því sem drífur á dagana í íslenskum hversdagsleika. Óli mun fjalla um danska daga og Auður um þýska. Ingunn er reynsluboltinn okkar enda þrælvanur bloggari. Hún mun bera þetta uppi.